The Eras Tour er sjötta tónleikaferðalag bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún hefur lýst því sem ferðalagi í gegnum öll tónlistartímabilin sín.[1] The Eras Tour er umfangsmesta tónleikaferðalag Swift til þessa, með 152 sýningar í fimm heimsálfum.
Hún tilkynnti ferðalagið eftir útgáfu tíundu breiðskífunnar sinnar, Midnights (2022). Það hófst 17. mars 2023 í Glendale, Bandaríkjunum, og mun enda 8. desember 2024 í Vancouver, Kanada. Sýningin stendur yfir í 3,5 klukkutíma og inniheldur 44 lög. Yfir ferðalagið hefur hún tilkynnt ný verk: aðrar útgáfur af Midnights, endurútgáfurnar Speak Now (Taylor's Version) og 1989 (Taylor's Version), og elleftu breiðskífuna sína The Tortured Poets Department. Tónleikamyndin Taylor Swift: The Eras Tour var gefin út 13. október 2023.