Á pólsku heitir landið Polska.[13] Nafnið er dregið af heiti Pólana, vesturslavnesks þjóðarbrots sem bjó við Warta-á frá 6. til 8. aldar.[14] Heiti þjóðarbrotsins er dregið af frumslavneska orðinu pole sem merkir „akur“ og er dregið af frumindóevrópska orðinu *pleh₂- „flatlendi“.[15] Orðið vísar til landfræði svæðisins og flatlendrar sléttunnar í Póllandi hinu meira.[16][17]
Landið hét áður fyrr Pólínaland og íbúar þess Pólínar á íslensku, en frá miðri 19. öld var farið að notast við orðmyndina Pólland. Nafn landsins var þýtt sem „Sléttumannaland“ í 4. hefti Fjölnis.[18] Latneska heitið Polonia var almennt notað í Evrópu á miðöldum.[19]
Annað fornt norrænt heiti á íbúum landsins er Læsir, dregið af forna heitinu Lechia sem er uppruni heitis Póllands á ungversku, litáísku og persnesku.[20] Nafnið er dregið af sagnkonungnum Lech sem átti að hafa stofnað ríki í Póllandi hinu minna.[21][22] Orðið er skylt fornpólska orðinu lęda „slétta“.[23] Bæði nöfnin Lechia og Polonia voru notuð af sagnariturum á miðöldum.[24]
Saga
Forsögulegur tími
Elstu merki um mannabyggð (Homo erectus) á svæðinu eru um það bil 500.000 ára gömul, en ísaldir sem fylgdu í kjölfarið hafa gert varanlega byggð ómögulega.[25] Vísbendingar eru um að hópar neanderdalsmanna hafi hafst við í suðurhéruðum Póllands á Eem-hlýskeiðinu (128.000-115.000 f.o.t.) og næstu árþúsund.[26] Koma nútímamanna fór saman við lok síðustu ísaldar (10.000 f.Kr.) þegar Pólland varð byggilegt.[27] Minjar frá nýsteinöld sýna umtalsverða þróun mannabyggða á svæðinu; elstu dæmi um ostagerð í Evrópu (5500 f.Kr.) fundust í Kujavíu,[28] og Bronicice-potturinn er grafinn með mynstri sem gæti verið elstu þekktu myndir af hjóli (3400 f.Kr.).[29]
Bronsöld hófst í Póllandi um 2400 f.Kr. en járnöld hófst um 750 f.Kr.[30] Á þessum tíma varð Lúsatíumenningin, sem nær frá bronsöld til járnaldar, áberandi á svæðinu. Frægasti fornleifafundur frá forsögulegum tíma í Póllandi er víggirta byggðin í Biskupin (endurbyggð sem útisafn), sem er frá Lúsatíumenningunni á síðbronsöld, um 748 f.Kr.[31]
Ríki tók að myndast í Póllandi um miðja 10. öld þegar Piast-ætt barðist til valda.[38] Árið 966 tók Mieszko 1.kristni og gerði að ríkistrú.[39] Bréf um hann frá um 1080 sem ber titilinn Dagome iudex skilgreinir landamæri Póllands, segir höfuðborgina vera Gniezno og staðfestir að konungur landsins sé undir verndarvæng Páfadóms.[40] Saga Póllands var fyrst sögð af sagnaritaranum Gallus Anonymus í ritinu Gesta principum Polonorum.[41] Mikilvægur atburður á miðöldum var þegar Aðalbert af Prag var myrtur af heiðingjum árið 997 og líkamsleifar hans keyptar fyrir þyngd þeirra í gulli af eftirmanni Mieszkos, Bolesław 1.[40]
Kasimír 3. hóf að reisa net kastala, bæta herinn og laga- og dómskerfi landsins og efla alþjóðatengsl.[57][58] Undir hans stjórn gerðist Pólland stórveldi í Evrópu. Hann lagði Rúþeníu undir pólska stjórn árið 1340 og setti reglur um sóttkví sem komu í veg fyrir útbreiðslu svarta dauða.[59][60] Árið 1364 stofnaði hann háskóla í Kraká sem er ein af elstu háskólastofnunum Evrópu.[61] Andlát hans árið 1370 markaði endalok valdatíðar Piast-ættar.[62] Eftirmaður hans var næsti karlkyns ættingi hans, Loðvík af Anjou, sem ríkti yfir Póllandi, Ungverjalandi og Króatíu með konungssambandi.[63] Yngri dóttir Loðvíks, Jadwiga, varð fyrsta ríkjandi drottning Póllands árið 1384.[63]
Á 16. öld náðu siðaskiptin til Póllands og leiddu til aukins trúfrelsis, sem var einstakt í evrópsku samhengi.[71] Það varð til þess að landið slapp við trúarátök og styrjaldir sem á þeim tíma einkenndu aðra hluta Evrópu.[71]Pólska bræðralagið boðaði andþrenningartrú og skildi sig frá kalvínskum rótum sínum. Bræðralagið átti seinna þátt í stofnun únítarahreyfingarinnar.[72]
Pólsk-litháíska samveldið var stofnað með Lublin-samningnum árið 1569. Þetta var sameinað lénsveldi með kjörkonung, sem aðallinn ríkti yfir að mestu.[73] Stofnunin fór saman við uppgangstíma í sögu landsins sem varð leiðandi afl og menningarmiðstöð með mikil áhrif um alla Mið-, Austur- og Suðaustur-Evrópu.[74][75] Innanlands fór fram pólskuvæðing sem mætti andstöðu, sérstaklega í löndum sem nýlega höfðu verið innlimuð í ríkið og meðal trúarlegra minnihlutahópa.[73]
Konungskjör í Póllandi 1764 varð til þess að Stanislás 2. Ágústus varð konungur.[90] Framboð hans var styrkt af fyrrum ástkonu hans, Katrínu miklu keisaraynju Rússlands.[91] Nýi konungurinn sveiflaðist milli þess að koma á nútímalegri stjórnháttum og halda frið við nágrannaríkin.[92] Umbætur hans leiddu til uppreisnar aðalsmanna í Barbandalaginu gegn honum og erlendum áhrifum almennt, sem sóttust eftir að viðhalda sérréttindum aðalsins.[93] Misheppnaðar tilraunir til umbóta í stjórnkerfinu og innanlandsófriður urðu til þess að nágrannaríkin kusu að grípa inn í.[94]
Árið 1772 var fyrsta skipting Póllands samþykkt af Prússlandi, Rússlandi og Austurríki. Pólska þingið samþykkti hana sem orðinn hlut eftir mikinn þrýsting.[95] Árið 1773 var gerð áætlun um róttækar umbætur í landinu þar sem meðal annars var stofnuð fyrsta opinbera menntastofnun Evrópu, Menntaráð Póllands.[96] Líkamlegar refsingar gegn börnum voru bannaðar með lögum árið 1783. Stanislás var leiðandi í pólsku upplýsingunni, hvatti til iðnþróunar og studdi við byggingarlist í nýklassískum anda.[97] Vegna þessa var hann gerður að félaga í Konunglega breska vísindafélaginu.[98]
Árið 1830 hófu foringjaefni úr herforingjaskóla í Varsjá Nóvemberuppreisnina.[108] Eftir að hún var brotin á bak aftur missti Kongressríkið Pólland sjálfstæði sitt, her og löggjafarþing.[109] Byltingarárið 1848 gerðu Pólverjar enn uppreisn gegn þýskuvæðingu vesturhéraðanna. Í kjölfarið varð stórhertogadæmið Posen að einföldu héraði sem var innlimað í Þýska keisaradæmið 1871.[110] Í Rússlandi var Janúaruppreisnin 1863-1864 barin niður með hörku og leiddi til brottflutnings Pólverja og pólskra gyðinga. Undir lok 19. aldar átti sér stað mikil iðnvæðing í Kongress-Póllandi og helstu útflutningsafurður urðu kol, sink, járn og textíll.[111][112]
Á millistríðsárunum fór í hönd nýtt tímabil í pólskum stjórnmálum. Áratugina á undan höfðu pólskir stjórnmálaleiðtogar mátt þola ritskoðun, og nú þurfti að skapa nýja stjórnmálaumræðu. Margir útlægir pólskir aðgerðasinnar, eins og Ignacy Paderewski (sem síðar varð forsætisráðherra), sneru nú aftur heim og margir þeirra gegndu lykilstöðum í stjórnkerfinu. Árið 1922 var fyrsti forseti Póllands, Gabriel Narutowicz, myrtur í Varsjá af hægriöfgamanninum Eligiusz Niewiadomski.[117]
Árið 1926 leiddi herforinginn og þjóðhetjan Józef Piłsudskivaldarán og fól Sanacja-hreyfingunni stjórn landsins til að koma í veg fyrir að róttækar stjórnmálahreyfingar til hægri og vinstri næðu völdum.[118] Seint á 4. áratugnum varð óttinn við rótttækar hreyfingar svo mikill að stjórnvöld beittu sífellt meiri hörku og bönnuðu marga stjórnmálaflokka, þar á meðal kommúnista og þjóðernissinnaða flokka sem þau töldu ógna stöðugleikanum.[119]
Pólska andspyrnuhreyfingin og Armia Krajowa („heimaherinn“) börðust gegn hernámi Þjóðverja og störfuðu eins og neðanjarðarríki, með virku menntakerfi og dómskerfi.[128] Andspyrnan leit á útlagastjórnina sem réttmæta stjórn landsins og hafnaði hugmyndinni um kommúnistastjórn yfir Póllandi. Af þeim orsökum hóf hún Stormaðgerðina 1944, en uppreisnin í Varsjá er þekktasti angi þeirrar aðgerðar.[127][129]
Samkvæmt skipunum Hitlers reistu Þjóðverjar sex útrýmingarbúðir á hernámssvæðinu í Póllandi, þar á meðal Treblinka, Majdanek og Auschwitz. Þjóðverjar fluttu milljónir gyðinga alls staðar að úr Evrópu til búðanna þar sem þeir voru myrtir.[130][131] Talið er að um 3 milljónir pólskra gyðinga[132][133] – um 90% af öllum gyðingum í Póllandi - og milli 1,8 og 2,8 aðrir Pólverjar[134][135][136] hafi verið myrtir meðan á hernámi Póllands stóð, þar á meðal voru milli 50 og 100.000 pólskir menntamenn (háskólakennarar, læknar, lögfræðingar, aðalsmenn og prestar). Í uppreisninni í Varsjá einni voru 150.000 pólskir borgarar drepnir, flestir myrtir af Þjóðverjum í Wola og Ochota.[137][138] Um 150.000 pólskir almennir borgarar voru myrtir af Sovétmönnum milli 1939 og 1941 meðan á hernámi Sovétríkjanna í austurhluta Póllands stóð, og eins er talið að um 100.000 Pólverjar hafi verið myrtir af Uppreisnarher Úkraínu milli 1943 og 1944 í Volhynia og Austur-Galisíu.[139][140] Talið er að Pólland hafi misst hæsta hlutfall íbúa sinna í stríðinu, um 6 milljónir, yfir 1/6 af íbúafjöldanum fyrir stríð. Helmingur þeirra voru gyðingar.[141][142][143]
Árið 1945 voru bæði austur- og vesturlandamæri Póllands flutt í vesturátt. Yfir 2 milljónir pólskra íbúa Kresy voru reknir yfir Curzon-línuna af Jósef Stalín.[144] Vesturlandamærin voru sett við Oder-Neisse-línuna. Afleiðingin var að Pólland minnkaði um 20% eða 77.500 km². Þessi breyting leiddi til stórfelldra fólksflutninga Pólverja, Þjóðverja, Úkraínumanna og Gyðinga.[145][146][147]
Kommúnistastjórnin
Samkvæmt kröfum Stalíns á Jaltaráðstefnunni var mynduð ný samsteypustjórn í Póllandi sem var hliðholl kommúnistum, en pólska útlagastjórnin í London hunsuð. Margir Pólverjar litu á þetta sem svik Vesturveldanna. Árið 1944 hafði Stalín heitið Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt að virða fullveldi Póllands og heimila lýðræðislegar kosningar, en eftir að sigur vannst 1945 stóðu sovésk hernámsyfirvöld fyrir fölsun kosningaúrslita til að réttlæta yfirráð Sovétríkjanna yfir Póllandi. Sovétríkin komu á nýrri kommúnistastjórn í Póllandi eins og annars staðar í Austurblokkinni. Vopnuð andspyrna gegn hernámi Sovétmanna stóð fram á 6. áratuginn.[148]
Þrátt fyrir mótmæli samþykkti pólska stjórnin innlimun austurhéraða Póllands í Sovétríkin[149] (sérstaklega borgirnar Wilno og Lwów) og samþykkti varanlegar herstöðvar rauða hersins í Póllandi. Með Varsjárbandalaginu í kalda stríðinu voru hernaðarlegir hagsmunir Póllands og Sovétríkjanna sameinaðir.[150]
Nýja kommúnistastjórnin tók upp litlu stjórnarskrána þann 19. febrúar 1947. Pólska alþýðulýðveldið (Polska Rzeczpospolita Ludowa) var formlega stofnað árið 1952. Árið 1956, eftir andlát Bolesław Bierut, tók stjórn Władysław Gomułka við völdum sem var eilítið frjálslyndari um tíma, lét marga lausa úr fangelsi og jók einstaklingsfrelsi. Stjórnin batt líka enda á hina misheppnuðu samyrkjuvæðingu í pólskum landbúnaði. Svipað gerðist í valdatíð Edward Gierek á 8. áratugnum, en lengst af héldu ofsóknir gegn stjórnarandstöðu áfram. Þrátt fyrir það var Pólland oft talið minnsta alræðisríkið í Austurblokkinni.[151]
Vinnudeilur árið 1980 leiddu til stofnunar verkalýðsfélagsins Samstöðu (Solidarność) sem varð með tímanum að stjórnmálaafli. Þrátt fyrir ofsóknir og setningu herlaga árið 1981, gróf hún undan stjórn Sameinaða pólska verkamannaflokksins og árið 1989 voru fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í landinu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Leiðtogi Samstöðu, Lech Wałęsa, sigraði forsetakosningar árið 1990.[152]
Eftir 1989
Snemma á 10. áratugnum hóf Leszek Balcerowiczlostmeðferð til að breyta efnahagslífi landsins úr sósíalískum áætlunarbúskap í markaðsbúskap.[153] Líkt og önnur fyrrum kommúnistaríki gekk Pólland í gegnum tímabil þar sem lífsgæði, efnahagur og félagsleg þjónusta drógust saman eftir fall kommúnistastjórnarinnar,[154] en landið varð síðan það fyrsta sem endurheimti verga landsframleiðslu frá því fyrir 1989 út af miklum hagvexti strax árið 1995.[155] Pólland gerðist aðili að Visegrád-hópnum árið 1991[156] og gekk í NATO árið 1999.[157] Pólska þjóðin kaus síðan að ganga í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu 2003[158] og landið varð fullgildur meðlimur 1. maí 2004 eftir stækkun Evrópusambandsins 2004.[159]
Pólland er stórt land, og nær yfir um 312.696 ferkílómetra. 98,52% af þeim eru þurrlendi og 1,48% eru ár og vötn.[170] Landið er það 9. stærsta í Evrópu og í 69. sæti á heimsvísu. Pólland er landfræðilega fjölbreytt land með aðgang að sjó í norðri, fjöll í suðri og flatlenda sléttu í miðið.[171] Megnið af miðhlutanum er flöt slétta, en annars staðar eru mörg stöðuvötn, ár, hæðir, mýrar og skógar.[171]
Mið- og norðurhluti landsins eru á Norður-Evrópusléttunni. Ofan við hana eru hæðótt svæði mynduð úr jökulruðningum og jökullón sem mynduðust eftir síðustu ísöld, einkum í vatnasvæðinu í Pommern, vatnasvæðinu í Stóra-Póllandi, vatnasvæðinu í Kassúbíu og Masúríuvötnum.[173] Stærst þessara fjögurra vatnasvæða er Masúríuvatnasvæðið sem nær yfir megnið af norðausturhluta Póllands. Vatnasvæðin mynda röð jökulgarða meðfram suðurströnd Eystrasalts.[173]
Sunnan við Norður-Evrópusléttuna eru héruðin Lúsatía, Slesía og Masóvía, sem eru breiðir ísaldardalir.[174] Syðsti hluti Póllands er fjalllendur; hann nær frá Súdetafjöllum í vestri að Karpatafjöllum í austri. Hæsti hluti Karpatafjalla eru Tatrafjöll við suðurlandamæri Póllands.[175]
Hæsti tindur Póllands er á fjallinu Rysy, 2.499 metrar.
Fyrir utan þjóðernisminnihlutahópa þurfa listar stjórnmálaflokka í Póllandi að fá minnst 5% atkvæða á landsvísu til að fá þingfulltrúa á Sejm.[181] Þingmenn beggja deilda eru kosnir til fjögurra ára í senn og njóta þinghelgi.[183] Samkvæmt núverandi lögum þarf frambjóðandi að hafa náð 21 árs aldri til að verða þingmaður, 30 til að verða öldungadeildarþingmaður og 35 til að bjóða sig fram til forseta.[183]
Báðar deildir mynda saman þjóðþing Póllands.[184] Þjóðþingið kemur saman af þrennu tilefni: þegar nýr forseti tekur við embætti, ef forseti sætir ákæru fyrir landsrétti, og ef því er lýst yfir að forseti geti ekki uppfyllt skyldur sínar vegna heilsufars.[184]
Við endurreisn Póllands eftir heimsstyrjöldina síðari var landinu skipt upp í 14 héruð (pl: województwo - þýðir upphaflega hertogadæmi). 1950 var þeim fjölgað í 17.
Árið 1975 var stjórnkerfinu breytt og stjórnstigum fækkað um eitt. Héruðin urðu þá 49 talsins og hélst svo til næstu stjórnkerfisbreytingar árið 1999.
Var héruðum þá aftur fækkað, að þessu sinni í 16:
Hagkerfi Póllands mælt í vergri landsframleiðslu er nú það sjötta stærsta innan Evrópusambandsins að nafnvirði og það fimmta stærsta með kaupmáttarjöfnuði. Það er líka það hagkerfi innan sambandsins sem er í örustum vexti.[190] Um 61% mannaflans starfa innan þriðja geirans, 31% í framleiðsluiðnaði og 8% í landbúnaði.[191] Pólland er hluti af innra markaði Evrópusambandsins, en hefur þó ekki tekið upp evruna og opinber gjaldmiðill er enn pólskur złoty (zł, PLN).
Pólland er leiðandi efnahagsveldi í Mið-Evrópu með um 40% af 500 stærstu fyrirtækjum heimshlutans (miðað við tekjur) og háa hnattvæðingarvísitölu.[192] Stærstu fyrirtæki landsins eru hlutar af hlutabréfavísitölunum WIG20 og WIG30 í Kauphöllinni í Varsjá. Samkvæmt skýrslum til Seðlabanka Póllands var andvirði beinna erlendra fjárfestinga í Póllandi næstum 300 milljarðar pólsk zloty undir lok árs 2014. Tölfræðistofnun Póllands áætlaði að árið 2014 hefðu 1.437 pólsk fyrirtæki átt hlut í 3.194 erlendum fyrirtækjum.[193]
Bankakerfið í Póllandi er það stærsta í Mið-Evrópu[194] með 32,3 útibú á 100.000 fullorðna íbúa.[195] Pólska hagkerfið var það eina í Evrópu sem komst hjá alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008.[196] Landið er 20. stærsti útflytjandi á vörum og þjónustu í heiminum.[197] Útflutningur á vörum og þjónustu var talinn vera 56% af vergri landsframleiðslu árið 2020.[198] Í september 2018 var atvinnuleysi áætlað 5,7% sem var með því lægsta sem gerðist í Evrópusambandinu.[199] Árið 2019 voru sett lög í Póllandi sem gáfu launafólki undir 26 ára aldri undanþágu frá tekjuskatti.[200]
Íbúar
Íbúar Póllands voru rúmlega 38 milljónir árið 2021 og landið er því níunda fjölmennasta land Evrópu og fimmta stærsta aðildarríki Evrópusambandsins.[201] Íbúaþéttleiki er 122 á ferkílómetra.[202]Frjósemishlutfall var talið vera 1,42 börn á konu árið 2019, sem er með því lægsta sem gerist í heiminum.[203] Að auki eru íbúar Póllands að eldast töluvert og miðaldur er um 42 ár.[204]
Um 60% af íbúum búa í þéttbýli eða stórborgum og 40% í sveitahéruðum.[205] Árið 2020 bjó yfir helmingur Pólverja í einbýlishúsum og 44,3% í íbúðum.[206] Fjölmennasta sýsla Póllands er Masóvía og fjölmennasta borgin er höfuðborgin, Varsjá, með 1,8 milljón íbúa og aðrar 2-3 milljónir á stórborgarsvæðinu.[207][208][209] Stærsta þéttbýlissvæðið er stórborgarsvæði Katowice þar sem íbúar eru milli 2,7 milljón[210] og 5,3 milljón.[211] Íbúaþéttleiki er meiri í suðurhluta landsins og er mestur milli borganna Wrocław og Kraká.[212]
Í manntali árið 2011 töldu 37.310.341 sig vera Pólverja, 846.719 sögðust vera Slesíubúar, 232.547 Kasúbíubúar og 147.814 Þjóðverjar. Aðrir minnihlutahópar töldu 163.363 manns (0,41%) og 521.470 (1,35%) gáfu ekki upp neitt þjóðerni.[213] Opinberar tölur um íbúa innihalda ekki farandverkafólk án dvalarleyfis eða Karta Polaka (ríkisborgaraskírteini).[214] Yfir 1,7 milljón úkraínskir ríkisborgarar störfuðu löglega í Póllandi árið 2017.[215] Fjöldi aðfluttra fer ört vaxandi og ríkið samþykkti 504.172 atvinnuleyfisumsóknir útlendinga árið 2021.[216]
Pólsk matargerð hefur breyst í gegnum tíma vegna breytilegra aðstæðna í landinu. Hún er svipuð öðrum eldunarhefðum sem er að finna annars staðar í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu og jafnvel í Frakklandi og á Ítalíu. Áhersla er lögð á kjöt, sérstaklega svínakjöt, nautakjöt og kjúkling (mismunandi eftir svæðum), og vetrargrænmeti svo sem kál, ásamt kryddi. Ýmiss konar núðlur er líka að finna í mörgum réttum, meðal þeirra helstu eru kluski, auk kornplantna eins og kasza. Pólsk matargerð er almennt vegleg og mikið er notað af eggjum og rjóma. Hefðbundnu réttirnir krefjast mikils undirbúnings. Margir Pólverjar eyða miklum tíma í að undirbúa og borða hátíðarrétti sína, sérstaklega um jól og páska. Þá getur tekið nokkra daga til að búa til alla réttina.
↑Norman Davies, Europe: A History, Pimlico 1997, p. 554: Poland-Lithuania was another country which experienced its 'Golden Age' during the sixteenth and early seventeenth centuries. The realm of the last Jagiellons was absolutely the largest state in Europe
↑Chwalba, Andrzej (2002). Kalendarium dziejów Polski (Chronology of Polish History) (pólska). Kraków: Wydawnictwo Literackie. bls. 7. ISBN9788308031360.
↑Jurek, Krzysztof (2019). Poznać przeszłość 1. Karty pracy ucznia. Poziom podstawowy (pólska). Warszawa (Warsaw): Nowa Era. bls. 93. ISBN9788326736537.
↑Attema, P. A. J.; Los-Weijns, Ma; Pers, N. D. Maring-Van der (Desember 2006). „Bronocice, Flintbek, Uruk, Jebel Aruda and Arslantepe: The Earliest Evidence Of Wheeled Vehicles In Europe And The Near East“. Palaeohistoria. University of Groningen. 47/48: 10–28 (11).
↑Gardawski, Aleksander; Rajewski, Zdzisław; Gąssowski, Jerzy (6. september 1957). „Archeologia i pradzieje Polski“ (pólska). Państwowe Zakł. Wydawn.
↑Maciej Kosiński; Magdalena Wieczorek-Szmal (2007). Z mroku dziejów. Kultura Łużycka(PDF) (pólska). Muzeum Częstochowskie. Rezerwat archeologiczny (Museum of Częstochowa). bls. 3–4. ISBN978-83-60128-11-4. Sótt 9. janúar 2013. „Możemy jedynie stwierdzić, że kultura łużycka nie tworzyła jednej zwartej całości. Jak się wydaje, jej skład etniczny był niejednorodny.“
↑Brather, Sebastian (2004). „The Archaeology of the Northwestern Slavs (Seventh To Ninth Centuries)“. East Central Europe. 31 (1): 78–81. doi:10.1163/187633004x00116.
↑Trubačev, O. N. 1985. Linguistics and Ethnogenesis of the Slavs: The Ancient Slavs as Evidenced by Etymology and Onomastics. Journal of Indo-European Studies (JIES), 13: 203–256.
↑Dabrowski, Patrice (2014). Poland: The First Thousand Years. Ithaca: Cornell University Press. bls. 21–22. ISBN9781501757402.
↑Knoll, Paul W.; Schaer, Frank, ritstjórar (2003), Gesta Principum Polonorum / The Deeds of the Princes of the Poles, Central European Medieval Texts, General Editors János M. Bak, Urszula Borkowska, Giles Constable & Gábor Klaniczay, Volume 3, Budapest/ New York: Central European University Press, bls. 87–211, ISBN978-963-9241-40-4
↑Wróbel, Piotr (2004). „Poland“. Í Frucht, Richard C. (ritstjóri). Eastern Europe: An Introduction to the People, Lands, and Culture. 1. árgangur. ABC-CLIO. bls. 10. ISBN978-1-57607-800-6. Sótt 8. apríl 2013. „At the same time, when most of Europe was decimated by the Black Death, Poland developed quickly and reached the levels of the wealthiest countries of the West in its economy and culture.“
↑Halecki, Oscar (1991). Jadwiga of Anjou and the Rise of East-Central Europe. Polish Institute of Arts and Sciences of America. bls. 116–117, 152. ISBN978-0-88033-206-4.
↑Norman Davies (1996). Europe: a history. Oxford University Press. bls. 428. ISBN978-0-19-820171-7. „By 1490 the Jagiellons controlled Poland–Lithuania, Bohemia, and Hungary, but not the Empire.“
↑Dyer, Thomas Henry (1861). The History of Modern Europe. From the Fall of Constantinople, in 1453, to the War in the Crimea, in 1857. Volume 2. árgangur. London: J. Murray. bls. 504. ISBN978-3-337-75029-9.
↑Józef Andrzej Gierowski – Historia Polski 1764–1864 [History of Poland 1764–1864], Państwowe Wydawnictwo Naukowe (Polish Scientific Publishers PWN), Warszawa 1986, ISBN 978-83-01-03732-1, pp. 1–74
↑Materski & Szarota (2009)Quote: Liczba Żydów i Polaków żydowskiego pochodzenia, obywateli II Rzeczypospolitej, zamordowanych przez Niemców sięga 2,7- 2,9 mln osób.Source: IPN.
↑Grzegorz Motyka, Od rzezi wołyńskiej do akcji "Wisła". Konflikt polsko-ukraiński 1943–1947. Kraków 2011, p. 447. See also: Book review by Tomasz Stańczyk: "Grzegorz Motyka oblicza, że w latach 1943–1947 z polskich rąk zginęło 11–15 tys. Ukraińców. Polskie straty to 76–106 tys. zamordowanych, w znakomitej większości podczas rzezi wołyńskiej i galicyjskiej."
↑Spieser, Catherine (apríl 2007). „Labour Market Policies in Post-communist Poland: Explaining the Peaceful Institutionalisation of Unemployment“. Politique européenne. 21 (1): 97–132. doi:10.3917/poeu.021.0097.
↑Poláčková, Hana (1994). „Regional Cooperation in Central Europe: Poland, Hungary, Czech Republic and Slovakia: from Visegrad to CEFTA“. Perspectives. SAGE Publishers (3): 117–129. JSTOR23615759.
↑Kundera, Jaroslaw (september 2014). „Poland in the European Union. The economic effects of ten years of membership“. Rivista di Studi Politici Internazionali. 81 (3): 377–396. JSTOR43580712.
↑Thomas White International (September 2011), Prominent Banks in Poland. Emerging Market Spotlight. Banking Sector in Poland (Internet Archive). Retrieved 6 November 2014.
↑Jażdżewska, Iwona (september 2017). „Changes in population density of the urban population in southern Poland in the period 1950-2011 against the background of political and economic transformation“. Miscellanea Geographica. Sciendo. 21 (3): 107–113. doi:10.1515/mgrsd-2017-0017. ISSN2084-6118. S2CID134111630.