2. maí - Hudsonflóafélagið (The Governor and Company of Adventurers of England trading into Hudson's Bay) var stofnað með konungsleyfi.
26. maí - Karl 2. Englandskonungur og Loðvík 14. Frakkakonungur gerðu með sér leynilegan friðarsamning þar sem Loðvík lofaði að greiða Karli 200.000 pund árlega en Karl á móti lofaði að létta á andkaþólskri löggjöf í Englandi, styðja Frakka gegn Hollendingum og snúast sjálfur til kaþólskrar trúar.
Guðrún Bjarnadóttir tekin af lífi í Austur-Húnavatnssýslu, fyrir dulsmál.
Gísli „Hrókur“ Sveinsson hengdur á Dyrhólum í Vestur-Skaftafellssýslu, að virðist fyrir þjófnaðarsök.[1][2]
Tilvísanir
↑Gísli var sonur sonur Sveins „Skotta“, sem hengdur var árið 1648, og sonarsonur fjöldamorðingjans Axlar-Bjarnar sem tekinn var af lífi árið 1596 að Laugarbrekku.
↑Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.