2. maí
2. maí er 122. dagur ársins (123. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 243 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1368 - Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri var hertekinn af lýbskum kaupmönnum á heimleið frá Noregi og fluttur til Lübeck, þar sem hann sat í fangelsi til 29. júlí.
- 1536 - Anne Boleyn, Englandsdrottning, var handtekin og ásökuð um sifjaspell, framhjáhald og drottinsvik.
- 1615 - Þrettán skip fórust og áttatíu menn drukknuðu í aftakaveðri á Breiðafirði.
- 1641 - Vilhjálmur af Óraníu gekk að eiga Henríettu Maríu Stúart, níu ára dóttur Karls 1. Englandskonungs.
- 1668 - Fyrsti friðarsamningurinn í Aix-en-Chapelle batt enda á Valddreifingarstríðið. Frakkar héldu Lille og svæðum á Flandri en létu Franche-Comté eftir.
- 1670 - Hudsonflóafélagið (The Governor and Company of Adventurers of England trading into Hudson's Bay) var stofnað með konungsleyfi.
- 1803 - Bandaríkjamenn keyptu Louisiana af Frökkum.
- 1808 - Sjálfstæðisstríð Spánar gegn hernámsliði Frakka hófst.
- 1816 - Leópold af Saxe-Coburg, síðar fyrsti konungur Belgíu, giftist Karlottu Ágústu prinsessu af Wales.
- 1822 - Skipbrotsmenn af tveimur erlendum skipum komust til lands, á Vopnafirði, sextán manns, og við Glettinganes, sex manns. Bæði skipin höfðu farist í hafís.
- 1829 - Bretar stofnuðu fanganýlenduna við Svansá sem var upphafið að því sem varð nýlendan og síðar fylkið Vestur-Ástralía.
- 1897 - St. Paul, franskt spítalaskip, strandaði við Klöpp í Reykjavík. Skipið náðist út.
- 1919 - Tuttugu ljósmæður stofnuðu Ljósmæðrafélag Íslands, fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi.
- 1942 - Listamannadeilan: Jónas frá Hriflu lét taka niður háðungarsýningu á verkum íslenskra listamanna og setja í hennar stað upp sýningu á verkum sem væru til eftirbreytni.
- 1945 - Seinni heimsstyrjöldin: Sovétmenn lýstu því yfir að Berlín væri fallin í hendur þeirra.
- 1957 - Tvær nýjar millilandaflugvélar, Hrímfaxi og Gullfaxi, komu til landsins.
- 1968 - Maíuppþotin í París hófust með því að stjórn Parísarháskóla í Nanterre ákvað að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta.
- 1970 - Búrfellsvirkjun var vígð og formlega tekin í notkun.
- 1972 - 90 létust í eldsvoða í silfurnámu í Idaho í Bandaríkjunum.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Breski kjarnorkuknúni kafbáturinn HMS Conqueror sökkti argentíska varðskipinu ARA General Belgrano. Alls létu 323 lífið en 770 var bjargað.
- 1984 - Garðyrkjuhátíðin International Garden Festival hófst í Liverpool á Englandi.
- 1986 - Heimssýningin Expo 1986 var opnuð í Vancouver í Kanada.
- 1989 - Ungverjar hófu að taka Járntjaldið niður þegar 240 km af gaddavír voru fjarlægðir.
- 1992 - Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn er um tuttugu þúsund blaðsíður.
- 1993 - Fyrsti þátturinn í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Þjóð í hlekkjum hugarfarsins var sýndur á RÚV.
- 1997 - Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra Bretlands eftir 18 ára stjórnartíð Breska íhaldsflokksins.
- 1998 - Ákveðið var að evran skyldi tekin upp 1. janúar 1999. Danmörk, Svíþjóð, Bretland og Grikkland ákváðu af ólíkum ástæðum að taka hana ekki upp.
Fædd
- 1579 - Tokugawa Hidetada, japanskur herstjóri (d. 1632).
- 1601 - Athanasius Kircher, þýskur fræðimaður (d. 1680).
- 1660 - Alessandro Scarlatti, ítalskt tónskáld (d. 1725).
- 1675 - Þorlákur Thorlacius Þórðarson, skólameistari í Skálholti (d. 1697).
- 1722 - Gerhard Schøning, norskur sagnfræðingur (d. 1780).
- 1729 - Katrín mikla, keisaraynja Rússlands (d. 1796).
- 1737 - William Petty, jarl af Shelburne, breskur stjórnmálamaður (d. 1805).
- 1860 - Theodor Herzl, austurrískur blaðamaður (d. 1904).
- 1881 - Alexander Kerensky, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1970).
- 1892 - Manfred von Richthofen, þýskur herflugmaður (d. 1918).
- 1903 - Bing Crosby, bandarískur söngvari og leikari (d. 1977).
- 1912 - Jan Morávek, austurrískur tónlistarmaður (d. 1970).
- 1921 - Satyajit Ray, indverskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1992).
- 1930 - Jón Böðvarsson, íslenskufræðingur (d. 2010).
- 1943 - Teruo Nimura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1945 - Judge Dread (Alexander Minto Hughes), breskur tónlistarmaður (d. 1998).
- 1951 - Jalil Zandi, íranskur flugmaður (d. 2001).
- 1955 - Donatella Versace, ítalskur fatahönnuður.
- 1972 - Teruo Iwamoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Sigrún Hrólfsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1974 - Garðar Thór Cortes, íslenskur söngvari.
- 1974 - Ricardo Lucas, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1975 - David Beckham, enskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Lily Allen, bresk söngkona.
- 1990 - Kay Panabaker, bandarísk leikkona.
- 2015 - Karlotta prinsessa af Cambridge.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|