31. janúar - Sprengja var sprengd við Hverfisgötu 6, skamman spöl frá Stjórnarráðshúsinu. Karlmaður sást flýta sér af vettvangi í hvítum sendibíl og náðust myndir af manninum og bílnum á öryggismyndavélar og varð það til þess að hann náðist.
2. maí - Pastelútgáfa málverksins Ópið eftir Edvard Munch seldist fyrir 120 milljón dali á uppboði í New York-borg.
4. maí - Tvíbytnan Tûranor PlanetSolar varð fyrsti sólarorkuknúni báturinn sem lauk hnattsiglingu þegar hún kom í land í Mónakó eftir 584 daga siglingu.
18. júní - Kínverska geimfarið Shenzhou 9 lenti við geimstöðina Tiangong-1. Kínverjar urðu þannig þriðja land heims sem tekist hafði að lenda geimfari við geimstöð á eftir Bandaríkjunum og Rússlandi.
31. ágúst - Armenía sleit stjórnmálatengsl við Ungverjaland eftir framsal og síðan náðun Ramil Safarov í Aserbaídsjan sem var ákærður fyrir morð á armenskum hermanni.
9. september - Nær 60 létust og 300 slösuðust í röð sprengjuárása í Írak.
11. september - Í mörgum múslimaríkjum hófust mótmæli við sendiráð Bandaríkjanna vegna myndbandsins Innocence of Muslims sem birt var á YouTube með arabísku tali snemma í sama mánuði.
14. október - Austurríski fallhlífarstökkvarinn Felix Baumgartner rauf hljóðmúrinn fyrstur manna án aðstoðar tækja þegar hann setti met í geimstökki úr helíumbelg í 39 km hæð.
16. október - Sjö málverkum að andvirði 25 milljón dala var stolið frá listasafninu Kunsthal í Rotterdam.
16. desember - Yfir 700 fórust þegar fellibylurinn Bopha gekk á land í Filippseyjum.
19. desember - Serbneski stríðsglæpamaðurinn Milic Martinovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á almennum borgurunum í bænum Čuska í Kosóvó 1999.