10. apríl - Flugvél fórst í aðflugi að flugvellinum í Smolensk í Rússlandi. Um borð voru Lech Kaczyński, forseti Póllands, kona hans og fjölmargir háttsettir menn úr pólska hernum. Allir um borð fórust, 96 alls.
27. apríl - Standard & Poor's færði lánshæfismat Grikklands niður í ruslflokk 4 dögum eftir virkjun 45 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
13. maí - Herforinginn Khattiya Sawasdipol, einn af leiðtogum mótmælenda í Taílandi, var skotinn til bana af leyniskyttu þar sem hann talaði við blaðamann frá The New York Times í Bangkok.
19. maí - Lögregla réðist gegn mótmælendum í Bangkok í Taílandi með þeim afleiðingum að 91 lést.
22. ágúst - Námaverkamennirnir í San José-námunni fundust í neyðarathvarfi á 700 metra dýpi og voru allir á lífi. Talið var að það gæti tekið allt að fjóra mánuði að bjarga þeim þaðan.
13. október - Námaverkamönnunum 33 sem lokaðir höfðu verið inni í San José-námunni í 69 daga var bjargað upp um borholu, um 60 cm í þvermál, sem boruð hafði verið niður til þeirra. Sjálf björgunin tók tæpan sólarhring.
22. október - Alþjóðlega geimstöðin sló metið fyrir lengstu mannabyggð í geimnum en hún hafði hýst fólk samfleytt frá 2. nóvember 2000.
24. október - Gerpla vann Evrópumeistaratitilinn í fimleikum, fyrst íslenskra liða.
9. desember - Við atkvæðagreiðslu á Alþingi um fjárlagafrumvarp sat Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hjá og er það hugsanlega í eina skiptið í sögu Íslands sem stjórnarþingmaður greiðir ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpi.