14. mars
14. mars er 73. dagur ársins (74. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 292 dagar eru eftir af árinu. Dagurinn er gjarnan kenndur við stærðfræðilega fastann π.
Atburðir
- 1369 - Pétur Kastilíukonungur tapaði í orrustunni við Montiel fyrir bandalagi Frakka og hálfbróðursíns, Hinriks Trastámara.
- 1372 - Heilög Birgitta lagði af stað frá Ítalíu í pílagrímsferð til Landsins helga. Hún var í Betlehem í ágúst og var komin aftur til Ítalíu í desember.
- 1489 - Katrín Cornaro, drottning Kýpur seldi Feneyingum eyjuna.
- 1644 - Roger Williams fékk konungsleyfi fyrir Rhode Island-nýlendunni.
- 1647 - Þrjátíu ára stríðið: Bæjaraland, Köln, Frakkland og Svíþjóð gerðu með sér vopnahléið í Ulm.
- 1653 - Hollenski flotinn sigraði þann enska í orrustunni við Leghorn.
- 1681 - Karl 2. Englandskonungur gaf William Penn konungsbréf fyrir því landsvæði sem síðar varð Pennsylvanía.
- 1800 - Barnaba Chiaramonti varð Píus 7. páfi.
- 1828 - Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á Illugastöðum á Vatnsnesi og kveiktu síðan í bænum.
- 1857 - Eyrarsundstollurinn var afnuminn gegn 30 milljón dala bótum sem nokkur ríki greiddu Dönum.
- 1864 - Samuel Baker uppgötvaði Albertsvatn.
- 1911 - Kristján Jónsson varð ráðherra Íslands. Hann sat í embætti í rúmlega eitt ár.
- 1933 - Verkamannafélagið á Akureyri hindraði uppskipun á tunnum úr norska skipinu Novu vegna deilna um kaup og kjör í atvinnubótavinnu. Deilan var kölluð Novudeilan og leystist hún fljótlega.
- 1950 - Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra og sat ríkisstjórn hans til september 1953.
- 1964 - Jack Ruby var sakfelldur fyrir að myrða Lee Harvey Oswald, meintan morðingja Kennedys forseta Bandaríkjanna.
- 1967 - Lík Kennedys Bandaríkjaforseta var flutt til frambúðar í Arlington-kirkjugarð.
- 1969 - Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. Verkið naut meiri vinsælda en nokkurt annað leikverk hafði notið fram að því.
- 1978 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísraelsher réðist inn í Suður-Líbanon.
- 1979 - Farþegaþota af gerðinni Hawker Siddeley Trident frá flugumferðarstjórn Kína hrapaði á verksmiðju með þeim afleiðingum að 200 létust.
- 1980 - LOT flug 7 fórst á Varsjárflugvelli. 87 létust, þar á meðal fjórtán manna hnefaleikalið frá Bandaríkjunum.
- 1981 - Skyndibitakeðjan Tommaborgarar var stofnuð í Reykjavík.
- 1984 - Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, særðist ásamt þremur öðrum í skotárás í Belfast.
- 1986 - Frumútboð hlutabréfa í Microsoft fór fram.
- 1987 - Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði níu manns af Barðanum sem hafði strandað við Dritvík á Snæfellsnesi.
- 1989 - Mynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu. Grænfriðungar höfðu krafist lögbanns á sýninguna en fengu því ekki framgengt.
- 1991 - Sexmenningarnir frá Birmingham, sem höfðu setið í bresku fangelsi í sextán ár vegna sprengingar á krá, voru látnir lausir þegar dómstóll kvað upp þann úrskurð að lögreglan hefði hagrætt eða búið til sannanir gegn þeim á sínum tíma.
- 1994 - Fyrsta stöðuga útgáfa Linuxkjarnans, 1.0.0, kom út.
Fædd
- 1372 - Loðvík af Valois, hertogi af Orléans, sonur Karls 5. Frakkakonungs (d. 1407).
- 1681 - Georg Philipp Telemann, þýskt tónskáld (d. 1767).
- 1804 - Johann Strauß, eldri, austurrískt tónskáld (d. 1849).
- 1820 - Viktor Emmanúel 2., konungur Ítalíu (d. 1878).
- 1821 - J. J. A. Worsaae, danskur fornleifafræðingur (d. 1885).
- 1844 - Úmbertó 1., konungur Ítalíu (d. 1900).
- 1854 - Paul Ehrlich, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1915).
- 1879 - Albert Einstein, Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (d. 1955).
- 1882 - Wacław Sierpiński, pólskur stærðfræðingur (d. 1969).
- 1908 - Maurice Merleau-Ponty, franskur heimspekingur (d. 1961).
- 1913 - Osvaldo Moles, brasilískur blaðamaður (d. 1967).
- 1923 - Diane Arbus, bandarískur ljósmyndari (d. 1971).
- 1931 - Anja Pohjola, finnsk leikkona.
- 1931 - Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme.
- 1940 - Masahiro Hamazaki, japanskur knattspyrnumaður (d. 2011).
- 1947 - Billy Crystal, bandarískur leikari og grínisti.
- 1952 - Guðbjörg Matthíasdóttir, íslensk útgerðarkona.
- 1958 - Albert 2., fursti af Mónakó.
- 1968 - Magnús Árni Magnússon, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1972 - Ásmundur Arnarsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 1972 - Helga Vala Helgadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1977 - Naoki Matsuda, japanskur knattspyrnumaður (d. 2011).
- 1978 - Pieter van den Hoogenband, hollenskur sundkappi.
- 1981 - Þorbjörg Ágústsdóttir, íslensk skylmingakona.
- 1983 - Taylor Hanson, bandarískur tónlistarmaður (Hanson).
- 1986 - Jamie Bell, breskur leikari.
- 1988 - Stephen Curry, bandarískur körfuboltamaður.
- 1990 - Kolbeinn Sigþórsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Gotoku Sakai, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1361 - Eysteinn Ásgrímsson, íslenskur munkur (f. 1310).
- 1443 - Jóhann hertogi af Pfalz-Neumarkt, faðir Kristófers af Bæjaralandi (d. 1383).
- 1632 - Tokugawa Hidetada, annar herstjóri Tokugawa-veldisins í Japan (f. 1579).
- 1647 - Friðrik af Óraníu, landstjóri í Hollandi (f. 1584).
- 1803 - Friedrich Gottlieb Klopstock, þýskt skáld (f. 1724).
- 1811 - Augustus FitzRoy, hertogi af Grafton, forsætisráðherra Bretlands (f. 1735).
- 1828 - Natan Ketilsson (f. 1792) og Pétur Jónsson, myrtir á Illugastöðum á Vatnsnesi.
- 1849 - Vilhjálmur 2. Hollandskonungur (f. 1792).
- 1883 - Karl Marx, þýskur heimspekingur (f. 1818).
- 1943 - Henri La Fontaine, belgískur stjórnmálamaður (f. 1854).
- 1953 - Klement Gottwald, tékkneskur stjórnmálamaður (f. 1896).
- 1960 - Steinunn Jóhannesdóttir, vesturíslenskur læknir (f. 1870).
- 2010 - Peter Graves, bandarískur leikari (f. 1926).
- 2018 - Stephen Hawking, enskur eðlisfræðingur og heimsfræðingur (f. 1942).
- 2020 – René Follet, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1931).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|