1958
Orðið þorramatur varð líklega til á Naustinu 1958.
Che Guevara í Santa Clara .
Kvenréttindakonan Christabel Pankhurst .
Árið 1958 (MCMLVIII í rómverskum tölum )
Á Íslandi
Fædd
11. apríl - Jón Stefán Kristjánsson , leikari og þýðandi.
23. apríl - Hilmar Örn Hilmarsson , tónskáld og allsherjargoði.
29. apríl - Auður Ava Ólafsdóttir , listfræðingur og rithöfundur.
10. júlí - Helgi Björnsson , leikari og tónlistarmaður
30. ágúst - Sigrún Edda Björnsdóttir , leikkona.
8. september - Ólína Þorvarðardóttir , skólameistari og alþingismaður.
8. september - Margrét Sverrisdóttir , stjórnmálamaður.
30. september - Rósa Guðný Þórsdóttir , leikkona.
2. október - Árni M. Mathiesen , dýralæknir og ráðherra.
11. október - Bryndís Petra Bragadóttir , leikkona
30. október - Pétur Guðmundsson , körfuknattleiksmaður.
Dáin
Erlendis
1. janúar - Rómarsáttmálinn , stofnsáttmáli Efnahagsbandalags Evrópu , gekk í gildi.
4. janúar - Spútnik 1 féll til jarðar og brann upp.
8. janúar - Bobby Fischer varð skákmeistari Bandaríkjanna, 14 ára að aldri.
1. febrúar - Sýrland og Egyptaland sameinuðust í Sameinaða Arabalýðveldið .
6. febrúar - Flugvél fórst við München og með henni 20 menn, þar á meðal sjö leikmenn breska knattspyrnuliðsins Manchester United . 23 lifðu slysið af en þrír dóu síðar á sjúkrahúsi, þar á meðal landsliðsmaðurinn Duncan Edwards .
14. febrúar - Írak og Jórdanía sameinuðust í Arabíska sambandið.
12. mars - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Hollandi.
24. mars - Elvis Presley sinnti herkvaðningu og varð óbreyttur hermaður númer 53310761.
27. mars - Nikita Krústsjov varð leiðtogi Sovétríkjanna .
3. apríl - Her Fidel Castro hóf árásir á Havana .
4. apríl - Aldermaston-göngurnar : Mótmæli gegn kjarnorkuvopnum hófust í Bretlandi.
1. júní - Charles de Gaulle , sem var sestur í helgan stein, kallaður til að stýra Frakklandi í sex mánuði.
28. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1958 fór fram.
9. júlí - Jarðskjálfti í Alaska , 7,5 á Richter. Geysimikil skriða féll ofan í þröngan fjörð, Lituya Bay , og olli flóðbylgju sem náði 520 metra hæð.
14. júlí - Íraska byltingin , herforingjabylting í Írak .
15. júlí - Tilraun Meselsons og Stahl birtist í PNAS , en með henni sýndu Matthew Meselson og Franklin Stahl fram á að lífverur tvöfalda erfðaefni sitt með því að afrita hvorn DNA-þráðinn fyrir sig.
Ágúst - september - Önnur Formósusundsdeilan : Vopnuð átök milli Alþýðulýðveldisins Kína og Lýðveldisins Kína.
3. ágúst - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Nautilus varð fyrstur til að komast á Norðurpólinn undir íshellunni.
2. október -Gínea lýsti yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
4. október - Fimmta franska lýðveldið var stofnað.
28. október - Jóhannes 23. kjörinn páfi eftir lát Píusar XII.
21. desember - Charles de Gaulle var kjörinn forseti Frakklands með 78,5% atkvæða.
29. desember - Byltingarmenn undir forystu Che Guevara réðust inn í Santa Clara á Kúbu . Einræðisherrann Fulgencio Batista lagði niður völd á gamlársdag og flúði land.
Evrópukeppni karla í knattspyrnu var stofnuð.
Geimferðastofnun Bandaríkjanna var stofnuð og Pioneer-áætlunin með ómönnuðum geimförum hófst.
Franska Vestur-Afríka og Franska Miðbaugs-Afríka voru lagðar niður.
Fædd
9. janúar - Mehmet Ali Agca , tyrkneskur fasisti.
26. febrúar - Michel Houellebecq , franskur rithöfundur.
10. mars - Sharon Stone , bandarísk leikkona.
14. mars - Albert 2. , fursti af Mónakó.
12. maí - Eric Singer , bandarískur tónlistarmaður og trommari Kiss .
17. maí - Paul Di'Anno , enskur söngvari (Iron Maiden o.fl., d.2024 )
7. ágúst - Bruce Dickinson , enskur söngvari (Iron Maiden ).
16. ágúst - Madonna Louise Ciccone Ritchie , bandarísk söngkona.
25. ágúst - Tim Burton , bandarískur leikstjóri.
29. ágúst - Michael Jackson , bandarískur tónlistarmaður (d. 2009 ).
30. ágúst - Anna Politkovskaja , úkraínskur blaðamaður (d. 2006 ).
22. september - Andrea Bocelli , ítalskur lýrískur tenór.
20. október - Viggo Mortensen , bandarísk-danskur leikari.
16. nóvember - Marg Helgenberger , bandarísk leikkona.
22. nóvember - Jamie Lee Curtis , bandarísk leikkona.
Dáin