29. janúar - Brenda Ann Spencer, þá sextán ára, hóf skothríð í grunnskóla í San Diego með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn létust og nokkrir nemendur særðust. Ástæðan sem hún gaf var að henni líkaði ekki við mánudaga, sem varð til þess að írska hljómsveitin The Boomtown Rats gerði lagið „I Don't Like Mondays“ skömmu síðar.
20. mars - Ítalski blaðamaðurinn Mino Pecorelli var myrtur. Talið var að háttsettir stjórnmálamenn hefðu fyrirskipað morðið. Giulio Andreotti var dæmdur fyrir morðið í undirrétti árið 2002 en sýknaður í áfrýjunarrétti árið eftir.
20. mars - Sænski leyniþjónustumaðurinn Stig Bergling var handtekinn í Ísrael grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin og framseldur til Svíþjóðar.
28. mars - Bilun í kælibúnaði í Three Mile Island-kjarnorkuverinu í Pennsylvaníu leiddi til þess að mikið af geislavirku gasi fór út í umhverfið. Þetta er talið vera versta kjarnorkuslys í sögu Bandaríkjanna.
28. mars - Minnihlutastjórn breska verkamannaflokksins undir stjórn James Callaghan féll á vantrausti vegna misheppnaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um heimastjórn í Skotlandi og Wales.
1. apríl - Barnastöðin Pinwheel Network breytti nafni sínu í Nickelodeon og hóf útsendingar á ýmsum kapalkerfum Warner.
1. apríl - Austurrískir lögreglumenn handtóku lærlinginn Andreas Mihavecz, lokuðu hann inni í fangaklefa og gleymdu honum svo. Hann fannst aftur fyrir tilviljun 17 dögum síðar og hafði lifað af með því að sleikja raka af veggjum klefans.
21. nóvember - Ayatollah Khomeini hélt því fram í útvarpsfrétt að Bandaríkjamenn hefðu hertekið moskuna í Mekka. Í kjölfarið réðist múgur á bandaríska sendiráðið í Islamabad í Pakistan.