Norður-Íshafið er 14.090.000 km² stórt úthaf á Norðurslóðum sem umlykur Norðurpólinn. Það er minnst af fimm úthöfum jarðar og það grynnsta; 1.205 metra djúpt að meðaltali og 3.440 metra djúpt þar sem það er dýpst. Stór hluti hafsins er þakinn íshellu sem breytist bæði að stærð og lögun eftir árstíðunum.