Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Bern

Bern
Berne
Miðborgin í Bern afmarkast af slaufu í ánni Aare
Miðborgin í Bern afmarkast af slaufu í ánni Aare
Fáni Bern
Skjaldarmerki Bern
Bern er staðsett í Sviss
Bern
Bern
Hnit: 46°56′53″N 7°26′51″A / 46.94806°N 7.44750°A / 46.94806; 7.44750
Land Sviss
KantónaBern
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriAlec von Graffenried
Flatarmál
 • Samtals51,62 km2
Hæð yfir sjávarmáli

(Bahnhofplatz)
540 m
Hæsti punktur

(Könizberg)
674 m
Lægsti punktur

(Aare)
481 m
Mannfjöldi
 (31. desember 2018)
 • Samtals133.883
 • Þéttleiki2.600/km2
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
3000–3030
Vefsíðawww.bern.ch

Bern er höfuðborg Sviss og fjórða stærsta borg landsins með rúmlega 120 þúsund íbúa. Bern er einnig höfuðborg kantónunnar Bern. Borgin var á 16. öld stærsta borgríki norðan Alpa. Sökum þess að miðborgin hefur haldið upprunalegu formi sínu var hún sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1983. Íbúarnir eru flestir þýskumælandi.

Lega og lýsing

Bern liggur við ána Aare vestarlega í Sviss og rétt austan við Neuchatelvatn. Næstu borgir eru Basel til norðurs (95 km), Lausanne til suðvesturs (100 km), Luzern til austurs (110 km) og Zürich til norðausturs (120 km). Aare myndar breiða slaufu í kringum miðborg Bern, sem afmarkar vel gömlu borgina. Innan borgarmarkanna búa 123 þús manns, en á stórborgarsvæðinu rúmlega 350 þús.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Bernar er svartur björn á gulum fleti en tungan, klærnar og reðurinn eru rauð. Svartur litur bjarnarins táknar varnargetu, guli liturinn hið eðalborna blóð og rauði liturinn blóð feðranna. Björninn sjálfur er táknrænn fyrir heiti borgarinnar og var lögð rík áhersla á að hann sé karlkyns. Merki þetta kom fyrst fram 1224 og er notað bæði af borginni og kantónunni Bern.

Orðsifjar

Bern merkir björn. Sagan segir að stofnandi borgarinnar hafi drepið björn á staðnum þar sem hann byggði borgina. En líklegra þykir að hann hafi nefnt borgina eftir ítölsku borginni Veróna, sem hét Bern á þýsku eða Wälschbern. Sömuleiðis kölluði Ítalir borgina Bern Verona.

Saga Bernar

Upphaf

Berchtold V drepur bjarndýrið. Mynd úr Tschachtlan-annálunum

Það var hertoginn Berchtold V af Zähringer-ætt sem stofnaði borgina Bern 1191 í stórri slaufu í ánni Aare. En 1218 dó Zähringer-ættin hins vegar út og varð Bern þá að hálfgerðri fríborg í þýska ríkinu. Rúdolf I af Habsborg, sem þá var konungur þýska ríkisins (sá fyrsti af Habsborg), staðfesti fríborgarstatusinn en setti þó skatt á borgina. Skattur þessi var mikill þyrnir í augum borgarbúa og reyndu þeir með aðstoð frá Búrgúnd og Savoy að komast undan yfirráðum Habsborgara. Árið 1289 réðust Habsborgarar gegn borginni og sigruðu borgarbúa í orrustunni við Schosshalde. Auk skattsins urðu þeir nú að greiða háar skaðabætur. 1298 dró aftur til orrustu. Að þessu sinni sameinuðust herir Habsborgara her frá borginni Fribourg. Í orrustunni við Dornbühl, rétt við vesturdyr Bernar, sigraði her Bernar. Við sigurinn varð Bern endanlega sjálfstætt borgríki.

Hin svissneska Bern

Árið 1323 gerði Bern samning við svissneska bandalagið til að eiga öflugan bandamann í baráttunni við þýska ríkið. Stefna borgarinnar var sú að vinna meira land og auka áhrifin sín. Landvinningar fóru aðallega fram á kostnað Búrgúnd og Habsborgar. Árið 1339 var Habsborgurum nóg boðið og sendu her til að stöðva framgang Bernar. Í orrustunni við Laupen sigraði sameiginlegur her frá Bern og Sviss stóran her frá Habsborg og nokkrum bandamönnum. Samningurinn við svissneska bandalagið var endurnýjað 1341 en 1353 gekk borgin skrefið til fulls og fékk inngöngu í bandalagið. Bern varð þar með áttunda kantónan í Sviss.

Borgríkið Bern

Elsta myndin sem til er af Bern, gerð af Matthäus Merian 1549.

Sem kantóna hélt Bern áfram að vinna landsvæði af nágrannaríkjum. Á 15. öld voru landeignir Bernar orðnar svo miklar að talað var um ríkið Bern í stað borgarinnar Bern. Árið 1528 fóru siðaskiptin fram í Bern og áhrifasvæðum hennar. Þegar borgin hertók héraðið Vaud við Genfarvatn 1536 var Bern orðið að stærsta borgríki norðan Alpa. Ríkinu stjórnaði borgarráð en í því sátu milli 200 – 300 meðlimir. Forseti ráðsins kallaðist Schultheiss (formaður). Formennirnir voru kosnir til eins eða tveggja ára í senn, stundum lengur. Íbúar áhrifasvæða Bern voru ósáttir við hlutskipti sitt og gerðu endrum og eins uppreisn. En 1798 réðust Frakkar inn í Vaud og hertóku héraðið. Þeir réðust einnig inn í önnur héruð Sviss. Þrátt fyrir að borgarráð Bernar gafst upp, ákvað her borgarinnar að berjast gegn ofureflinu. Í orrustunni við Grauholz (Gráaskóg) nálægt Bern sigruðu Frakkar og hertóku í kjölfarið borgina. Orrusta þessi markaði endalok Bernar sem borgríki. Bern missti auk þess flest héruð sín, svo sem Vaud, Aargau og fleiri.

Höfuðborgin Bern

Vínarfundurinn úrskurðaði 1815 að Bern skyldi haldast án þeirra héraða sem Frakkar höfðu klipið af. Bern varð því að kantónuhöfuðborg. 1831 sagði borgarráðið af sér og fram fóru fyrstu borgarkosningar. Þingið í Sviss hafði fundað á ýmsum stöðum í landinu fram að þessu, til dæmis í Aarau og í Luzern. Mikill ágreiningur var innan Sviss að einhver borg yrði gerð að höfuðborg, þar sem engin ein borg skyldi vera mikilvægari en önnur. Því var ákveðið að Sviss skyldi ekki hafa höfuðborg heldur sambandsborg, þar sem þingið og stjórnin kæmu saman. Árið 1848 varð Bern fyrir valinu. Svisslendingar kalla Bern ekki höfuðborg heldur sambandsborg en stjórnmálalega séð er Bern höfuðborg Sviss. Borgin kom ekki við sögu í heimstyrjöldunum. Árið 1968 fengu konur kosningarétt í borginni og 1988 var kosningaaldurinn lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Í dag eru 20% íbúa Bernar útlendingar, flestir frá Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Helstu atvinnuvegir eru stjórnsýsla, iðnaður og ferðamennska. Í Bern er til að mynda hið kunna Toblerone súkkulaði framleitt.

Íþróttir

Aðalknattspyrnufélag borgarinnar er Young Boys, sem ellefu sinnum hefur orðið svissneskur meistari (síðast 1986), sex sinnum bikarmeistari (síðast 1987) og einu sinni deildarbikarmeistari (1976).

Íshokkífélagið SC Bern er eitt árangursríkasta félag í sinni grein í Sviss. Síðan íshokkídeildin var stofnuð 1959 hefur liðið tólf sinnum orðið svissneskur meistari (síðast 2010). Meðalaðsókn liðsins á heimavelli er sú mesta í Evrópu. Heimavöllur liðsins var vettvangur HM í íshokkí 1971, 1990 og 2009.

Helsta handboltafélag borgarinnar er BSV Bern, sem þrisvar hefur orðið svissneskur meistari (síðast 1985).

Kvennahlaupið í Bern (Schweizer Frauenlauf) er stærsta kvennahlaupið í Mið-Evrópu, en þrettán þúsund þátttakendur hlaupa fimm eða tíu kílómetra. Auk þess er fimmtán kílómetra vegalengd fyrir göngu og norræna göngu (Nordic Walking).

Viðburðir

Gurtenfestival árið 2003

Stærsta tónlistarhátíð borgarinnar er Gurtenfestival. Þeir voru settir á laggirnar 1977 og hafa verið haldnir árlega í júlímánuði síðan. Aðallega er um popp og rokk að ræða en einnig er leikið blús og hip hop. Af þekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem troðið hafa upp þar má nefna Billy Idol, Avril Lavigne, James Blunt, Placebo, Earth, Wind & Fire, Oasis, Motörhead, All Saints, Rammstein, Sinead O'Connor og ýmsa aðra.

Karnevalið í Bern er tvíþætt. Það hefst 11. nóvember en þá er björninn í bjarnargryfjunni lokaður inni í Käfigturm (gamalt borgarhlið) fyrir vetrarsvefninn. Þremur mánuðum síðar hefst hið eiginlega karneval með því að björninn er vakinn og honum hleypt út á ný. Karneval þetta er þriðja stærsta sinnar tegundar í Sviss, á eftir Basel og Luzern.

Frægustu börn borgarinnar

Vinabæir

Ólíkt öðrum svissneskum borgum hefur borgarráð Bernar ákveðið að viðhalda ekki vinabæjatengslum við aðrar borgir. Þessi ákvörðun var fyrst tekin 1979. Undantekning var þó gerð í sambandi við EM í fótbolta 2008, en þá tengdist Bern formlega vinaböndum við aðrar þátttökuborgir til skamms tíma: Basel, Genf, Zürich og Salzburg í Austurríki. Á hinn bóginn er borgarráð opið fyrir vinabæjatengslum í framtíðinni.

Byggingar og kennileiti

  • Miðborg Bernar liggur að öllu leyti innan í slaufu í ánni Aare. Hún var í heild sinni sett á heimsminjaskrá UNESCO 1983. Flest húsin eru nokkur hundruð ára gömul og eru gerð úr sandsteini. Framhliðarnar eru allar með súlnagöng og mynda lengstu verslunargöng Evrópu með sex kílómetra.
  • Zytgloggeturm (einnig Zeitglockenturm) var áður fyrr vesturhlið borgarmúranna í Bern. Það var reist 1191, en eftir nokkrar útvíkkanir á borginni, færðist turninn hægt og hægt inn í borgina. Eftir brunann mikla 1405 var turninn ekki lengur varðturn, heldur klukkuturn (Zeitglocke). Sett var upp klukknaspil með bjarnarfígúrum, sem spilar á heila tímanum. Klukknaverkið er meistaraverk miðalda. Undir klukkunni er einnig stjörnuklukka sem smíðuð var á 15. öld.
  • Bundeshaus er svissneska alþingishúsið og ríkistjórnarhúsið í senn. Elsta húsið var reist 185257 og er í dag Bundeshaus West. Sökum plássleysis var nýju húsi bætt við 188492 og er í dag Bundeshaus Ost. Miðhúsið, sem er þinghúsið, var reist 18941902 og tengir öll húsin saman. Þinghúsið er prýtt með stórum hvolfturni og er þjóðarminnisvarði. Ýmis listaverk skreyta húsin, höggmyndir og styttur.
  • Berner Münster er merkasta kirkja borgarinnar. Byrjað var að reisa hana 1421 í gotneskum stíl. En verkið dróst og svo fór að vinnunni lauk ekki fyrr en 1893. Turninn er 100,6 metra hár og er hæsti kirkjuturn Sviss. Enn í dag býr turnvörður efst í turninum. Ábyrgð hans fram á miðja 20. öld var að melda bruna í borginni.
  • Bärengraben er bjarnargryfjan fræga í borginni. Björninn er skjaldardýr borgarinnar (og kantónunnar). Fyrstu upplýsingar um bjarnargryfju eru frá 1441 en núverandi gryfja var lögð 1857 og er númer 4 í röðinni. Dýrin voru allnokkur saman í margar aldir. Í dag er aðeins eitt dýr í gryfjunni. Bjarnargryfjan er vinsæl jafnt meðal heimamanna og ferðamanna.

Heimildir

Kembali kehalaman sebelumnya