Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Graz

Graz
Staðsetning
Graz er staðsett í Austurríki
Graz
Grundvallarupplýsingar
Sambandsland: Steiermark
Stærð: 127,46 km²
Íbúafjöldi: 273.838 (1. jan 2015)
Þéttleiki: 2.050/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 353 m
Vefsíða: http://www.grazz.at

Graz er borg í Austurríki og jafnframt höfuðborg sambandslandsins Steiermark. Með 274 þúsund íbúa (1. janúar 2015) er Graz næststærsta borgin í Austurríki. Í borginni er háskóli. Miðborgin og Eggenberg-kastali eru á heimsminjaskrá UNESCO. Síðan í mars 2011 er Graz UNESCO City of Design.

Lega og lýsing

Graz liggur við ána Mur sunnarlega í Austurríki í frekar þröngu dalverpi. Fjöll umliggja borgina á þrjá vegu, sem liggur því mjög ílöng í norður/suðurstefnu meðfram Mur. Slóvensku landamærin eru aðeins 40 km fyrir sunnan. Næstu stærri borgir eru Maribor í Slóveníu til suðurs (50 km), Klagenfurt til suðvesturs (130 km) og Vín til norðausturs (190 km).

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Graz er hvítt pardusdýr á grænum grunni. Á höfðinu situr gullkóróna. Pardusdýrið er tilkomið 1315, en á því ári fór aðallinn frá Steiermark í herför með Ottokar II konungi Bæheims til að berjast við Ungverja. Merki Ottokars var hvítt pardusdýr á grænum grunni. Merkið er einnig skjaldarmerki Steiermark, fyrir utan rauðu eldtungurnar og gullkórónuna.

Orðsifjar

Borgin dregur heiti sitt af slavneska orðinu gradec, sem merkir lítið virki. Þegar þýskumælandi fólk settist þar að var hljóðmyndinni breytt í Gratz, en síðar í Graz.

Saga Graz

Graz, Georg Matthäus Vischer (1670)

Upphaf

Það voru slavar sem fyrstir reistu virki á staðnum, en héraðið var þá strjálbýlt. Þeir voru kristnaðir af bæjurum og frönkum á 7. öld, en seinna gengu þeir upp í mannhafi Karlamagnúsar. Á 10. öld réðust Ungverjar inn í héraðið. Þegar þeir voru endanlega sigraðir 955, stóð Bæjaraland fyrir germönsku landnámi í og við Graz. Næstu áratugi réðu hinar og þessar ættir yfir bænum. Graz kemur fyrst við skjöl á árinu 1128/29 að talið er. Bærinn var þá lítill, ekki meira en þorp. En 1160 eignast Ottokar III frá Bæjaralandi héraðið og bæinn. Við það myndaðist veglegur markaður í Graz. 1233 fær bærinn sína fyrstu múra. 1379 eignast Habsborgarar Graz. Þeir reistu sér veglegt aðsetur þar og stjórnuðu þaðan héraðinu í kring. Bærinn varð því að nokkurs konar höfuðborg héraðsins í kring, en það náði yfir mestan hluta Steiermark, hluta Kärnten og nyrstu hluta Ítalíu og Slóveníu.

Skólar

Þegar árið 1573 var stofnaður latínuskóli í Graz. Tólf árum síðar stofnaði erkihertoginn Karl II háskóla þar í borg og ári síðar voru skólarnir sameinaðir. Annar skóli var stofnaður á 16. öld af siðaskiptamönnum, nokkurn veginn sem mótvægi við kaþólska háskólann. Stjörnufræðingurinn Johannes Kepler kenndi við þann skóla 1594-1600. Sökum tíðra innrása Tyrkja (osmana) í héraðið á 17. öld fluttu allir Habsborgarar og stjórnkerfi þeirra til Vínar. Tyrkir náðu hins vegar ekki að vinna Graz.

Franski tíminn

Klukkuturninn sem íbúar Graz fengu að bjarga er einkennismerki borgarinnar í dag

10. apríl 1797 hertóku Frakkar Graz. Tveimur dögum síðar birtist Napleon sjálfur í borginni og dvaldi þar í tvo daga. Frakkar stóðu stutt við að þessu sinni, en hertóku Graz á nýjan leik 14. nóvember 1805. Að þessu sinni voru Frakkar í nokkra mánuði í borginni áður en þeir héldu áfram. 1809 hertóku Frakkar Graz í þriðja sinn. Króatískar hersveitir birtust skömmu síðar og hófu skærur á hendur Frökkum. Friður komst á í júlí 1809, en Frakkar ákváðu að sprengja virkið í borginni. Áður fengu íbúar Graz að bjarga klukkuturninn (með bjöllum) og klukkuturninn (með úri) úr virkinu fyrir tæplega 3.000 gyllini. Síðari turninn er einkennisbygging Graz enn í dag. Virkið var síðan sprengt, en Frakkar yfirgáfu borgina 4. janúar 1810. Eftir það tók borgin að blómstra. Iðnaður komst á um miðja 19. öld. Graz varð að miðstöð samgangna í norður-suðurátt, en einnig til Ungverjalands, Slóveníu og Ítalíu. Í borginni var stofnaður tækniskóli og sett var á laggirnar bókasafn.

Nýrri tímar

Eftir heimstyrjöldina fyrri var samið í Graz um stofnun lýðveldis í Austurríki, án aðkomu keisarans í Vín. Lýðveldið var stofnað 12. nóvember 1918 og tilkynnt hátíðlega af svölum leikhússins af sósíaldemókratanum Ludwig Oberzaucher. Í maí á næsta ári fóru fyrstu borgarstjórnarkosningar fram í Graz. Vinzenz Muchitsch varð borgarstjóri og sat hann til 1934, er Austurríki varð fasistaríki til skamms tíma. 1938 tóku nasistar við völdum eftir innlimun Austurríkis í Þýskaland. Stór hluti borgarbúa marseraði eftir aðalgötunum með hakakrossfána, þar á meðal meginþorri stúdentanna. Hitler sjálfur sótti borgina heim 3.-4. apríl 1938 og lét hilla sig úr opnum bíl. Graz var fyrsta borgin sem Hitler sótti heim í ferð sinni um Austurríki þennan mánuð. Svo mikill var fögnuðurinn í Graz að Hitler veitti borginni sæmdarheitið Borg rísandi fólksins (Stadt der Volkserhebung). Áður en árið var liðið var búið að flytja alla gyðinga burt úr Graz. Í heimstyrjöldinni sem fylgdi varð Graz fyrir nokkrum loftárásum bandamanna. Alls létust 1788 manns í þeim og um 16% húsanna eyðilögðust. Miðborgin slapp hins vegar að mestu við skemmdir. 1945 hertóku Sovétmenn borgina, en Bretar tóku við henni um sumarið. Graz var á breska hernámssvæðinu til 1955. Á því ári varð Austurríki lýðveldi á ný. Graz var höfuðborg sambandslandsins Steiermark og varð að nokkurs konar hliði fyrir suðaustasta hluta landsins. 1999 var miðborgin sett á heimsminjaskrá UNESCO. 2001 varð Graz að mannréttindaborg Evrópu, 2003menningarhöfuðborg Evrópu.

Viðburðir

  • Steirischer Herbst er alþjóðleg listahátíð, sú elsta í Evrópu fyrir nútímalist.
  • Styriarte er hátíð klassískrar og gamallar tónlistar sem fram fer um sumarið.
  • Springfestival er árleg tónlistarhátíð með raftónlist og raflist.
  • Aufsteirern er nokkurs konar þjóðhátíð í Graz, en það er stærsta alþýðuhátíð Austurríkis.
  • Diagonale í Graz er kvikmyndahátíð Austurríkis, þar sem veitt eru verðlaun fyrir bestu myndir landsins ár hvert.
  • Jazz-Sommer Graz er jazzhátíð sem fram fer árlega í nokkrar vikur í júlí og ágúst.
  • LaStrada er alþjóðleg götulistasýning í ágúst.

Íþróttir

Tvö stór knattspyrnufélög eru í Graz: SK Sturm Graz og Grazer AK. Sturm Graz hefur þrisvar orðið austurrískur meistari (1998, 1999 og 2011) og fjórum sinnum bikarmeistari (síðast 2010). Í alþjóðlegri knattspyrnu komst félagið í fjórðungsúrslit í Evrópukeppni bikarhafa (1976) og í Evrópukeppni félagsliða (1984). Grazer AK hefur einu sinni orðið austurrískur meistari (2004) og fjórum sinnum bikarmeistari (síðast 2004).

Í íshokkí leikur liðið EC Graz 99ers í efstu deild. Í ruðningi leikur Turek Graz Giants einnig í efstu deild.

Maraþonhlaupið í Graz er árlegur viðburður síðan 1994 og fer fram í október. Samfara því er einnig hlaupið hálfmaraþon (Hervis Halbmarathon) og 9,6 km hlaup (Puma City Run).

Vinabæir

Graz viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

Byggingar og kennileiti

Dómkirkjan í Graz
Kastalinn Eggenberg

Miðborg Graz var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999 sökum heillegs gamals borgarkjarna, þar sem hægt er að lesa byggingasöguna í gegnum tíðina einkar vel. Langflestar þekktar byggingar eru í miðborginni.

  • Kastalavirkið í Graz liggur á 123ja metra hárri hæð í miðborginni. Uhrturm (Klukkuturninn) sem þar stendur er einkennismerki borgarinnar. Virkið gildir sem óvinnandi og er skráð í heimsmetabók Guinnes sem sterkasta virki heims. Það er á heimsminjaskrá UNESCO.
  • Dómkirkjan í Graz var reist á 15. öld og var um tíma aðalkirkja Ferdinands III keisara. 1786 varð Graz að biskupssetri og varð kirkjan þá að dómkirkju í kaþólskum sið. Kirkjan er mjög íburðarmikil að innan.
  • Katrínarkirkjan stendur áföst við hliðina á dómkirkjunni og var reist á 17. öld. Hún er jafnframt grafhýsi Ferdinands II keisara, en það er stærsta grafhýsi Habsborgarættarinnar. Þakið er kúpt, það elsta sinnar tegundar utan Ítalíu, og setur mikinn svip á miðborgina.
  • Landhaus er heiti á mikilli byggingu í Graz sem reist var 1527-31 í endurreisnarstíl. Hún er því elsta endurreisnarbygging borgarinnar. Samstæðan var upphaflega reist sem gildishús, en er þinghús Steiermark í dag.
  • Ráðhúsið í Graz var reist 1805-1807, eftir að önnur tvö ráðhús voru rifin sökum smæðar. Byggingin kostaði 150 þús gyllini þá, en peningurinn var tekinn af vínskatti. Á síðustu árum 19. aldar var byggingin stækkuð til muna. Efst eru þrír turnar, en turninn fyrir miðju hvílir á hvolfþaki. Utan á húsinu eru fígúrur sem tákna merka Austurríkismenn (fram að þeim tíma), s.s. nokkra keisara, ásamt allegóríunum fjórum (listin, vísindin, viðskiptin og handverkið). Ráðhúsið er enn notað sem slíkt í dag og stendur við aðalmarkaðstorgið í miðborginni.
  • Listahúsið í Graz (Kunsthaus Graz) er sjálft algjört listaverk. Það var vígt 2003 og er nýtt einkennismerki borgarinnar. Listahúsið er nýlistasafn fyrir verk síðustu 50 ára. Sökum óvenjulegs forms á húsinu gengur það einnig undir alþýðuheitinu Friendly Alien.
  • Mur-eyjan (Murinsel) er manngerð eyja í ánni Mur. Hún var lögð 2003 í sambandi við menningarhöfuðborg Evrópu (sem þá var Graz) og átti að skapa nýtt einkennismerki borgarinnar. Eyjan er svið og er hún öll umvafin glerveggjum og glerþaki. Nýtísku brýr tengja hana við sitthvorn árbakkann.
  • Kastalinn Eggenberg er stærsti og merkasti barokkkastali í Steiermark. Byggingin sjálf, garðarnir fyrir utan og listaverkin fyrir innan teljast meðal merkustu menningarverðmæta Austurríkis. Kastalinn var reistur á 17. öld og var lengi vel eign Eggenberg-aðalsættarinnar. Í honum eru 24 íburðarmiklir salir, þar á meðal Plánetusalurinn og Beletage. Í öllum sölum eru ómetanleg málverk, freskur og listaverk. Í dag er kastalinn eign sambandslandsins Steiermark og er opinn almenningi. 2010 var hann settur á heimsminjaskrá UNESCO.

Heimildir

Read other articles:

Domingo Cullen Gobernador de la provincia de Santa Fe 15 de junio-septiembre de 1838Predecesor Estanislao LópezSucesor José Elías Galisteo Información personalNacimiento 26 de febrero de 1791La Orotava,[1]​Puerto de la Cruz,isla de Tenerife,Islas Canarias, EspañaFallecimiento 22 de junio de 1839(48 años)[1]​Posta de Vergaracerca del actual pueblo de Erézcano, Buenos Aires, ArgentinaCausa de muerte Herida por arma de fuego Nacionalidad Argentina y españolaInf...

 

Librería de Ávila Sitios o lugares históricos y Lugar o Sitio Histórico Nacional LocalizaciónPaís ArgentinaUbicación Monserrat, Ciudad Autónoma de Buenos Aires, ArgentinaDirección Alsina 500, esq. BolívarCoordenadas 34°36′37″S 58°22′24″O / -34.610372, -58.373306Información generalNombres anteriores Librería del ColegioDeclaración 30 de marzo de 2011Construcción 1830[editar datos en Wikidata] Librería de Ávila es el actual nombre de la librer...

 

Para la colección de literatura infantil, véase El Barco de Vapor (colección). Correíllo La Palma, buque de vapor del año 1912, conservado en Santa Cruz de Tenerife (España). Un barco de vapor, es un buque propulsado por máquinas de vapor, o por turbinas de vapor. Consta elementalmente de una caldera de vapor, de una turbina de vapor o máquina de vapor y de un condensador refrigerado por agua. La transmisión se consigue con un cigüeñal en las máquinas de vapor o con una caja reduc...

كيتامينKetamine كيتامين الاسم النظامي (RS)-2-(2-Chlorophenyl)-2-(methylamino)cyclohexanone يعالج الألم،  وتعاطي المخدرات  اعتبارات علاجية ASHPDrugs.com معلومات المستهلك التفصيلية فئة السلامة أثناء الحمل B إدمان المخدرات متوسط طرق إعطاء الدواء علاج عن طريق الوريد، حقن عضلي، النفخ، عن طريق الفم، دواء م

 

Stasiun Gaiemmae外苑前駅LokasiPrefekturTokyo(Lihat stasiun lainnya di Tokyo)Distrik kotaMinatoSejarahDibuka1938Nama sebelumnyaAoyama-yonchōme StationNama sekarang digunakan sejak1939Layanan kereta apiNomor stasiunG-03OperatorTokyo MetroJalurJalur Tokyo Metro Ginza Stasiun Gaiemmae (外苑前駅code: ja is deprecated , Gaienmae-eki) adalah stasiun Jalur Tokyo Metro Ginza di Minato, Tokyo, Jepang, yang dioperasikan oleh operator Tokyo Metro. Peron 1 ○ Jalur Tokyo Metro Ginza ke Shib...

 

Rhinoceros Indische neushoorn (Rhinoceros unicornis) Taxonomische indeling Rijk:Animalia (Dieren)Stam:Chordata (Chordadieren)Klasse:Mammalia (Zoogdieren)Orde:Perissodactyla (Onevenhoevigen)Familie:Rhinocerotidae (Neushoorns) Geslacht RhinocerosLinnaeus, 1758 Typesoort Rhinoceros unicornis Afbeeldingen op Wikimedia Commons Rhinoceros op Wikispecies Portaal    Biologie Zoogdieren Rhinoceros is een geslacht van neushoorns met één hoorn. De geslachtsnaam bestaat uit de Oudgriekse woor...

Ela de Salisbury Condesa de Salisbury La abadía de Lacock, que fue fundada en 1229 por Ela, condesa dee Salisbury.Información personalNacimiento 1187Amesbury, Wiltshire, InglaterraFallecimiento 24 de agosto de 1261Abadía de Lacock, Lacock, WiltshireFamiliaDinastía de SalisburyPadre Guillermo FitzPatrick, segundo conde de SalisburyMadre Eléonore de VitréCónyuge Guillermo Longespée, tercer conde de SalisburyHijos Guillermo II Longespée, conde titular de SalisburyRicardo LongespéeEsteb...

 

Sociedad General de Ferrocarriles Vasco AsturianaLugarUbicación España EspañaDescripciónTipo Ferrocarril de vía estrechaInauguración 1904Inicio San Esteban de Pravia, Muros de Nalón.Fin Collanzo, Aller.Características técnicasVías 1Ancho de vía 1 mElectrificación Sí (entre San Esteban de Pravia y Trubia)Propietario ExplotaciónEstado En activoLíneas 1Operador Esquema ¿? 47,644 Collanzo 40,804 Cabañaquinta 30,185 Moreda 24,600 Ujo - Taruelo 23,080 Figaredo 18,970 Mie...

 

ArbeitseinsatzMainly female slave labour at a German rifle factory, occupied Poland. An estimated 2,500 German companies employed forced labour during World War II [1]LocationGerman-occupied Europe, forced labour predominantly from Nazi occupied Poland and the Soviet UnionPeriodWorld War II (1939–1945) Arbeitseinsatz (German: for 'labour deployment') was a forced labour category of internment within Nazi Germany (German: Zwangsarbeit) during World War II. When German men were called...

Junggeun OhBorn (1970-09-27) September 27, 1970 (age 53)Seoul, South KoreaNationalitySouth KoreanEducationSeoul National UniversityKnown forPainting, GraphicsNotable workthe interspaces (Die Zwischenräume)Websitewww.junggeun-oh.com Junggeun Oh, also Oh Jung Geun (Korean: 오정근; born 27 September 1970, in Seoul, South Korea), is a Korean painter. Living in Berlin since 2004 he paints artworks of a modern minimalism mixing abstraction with realism. The artist is represented by ga...

 

 Óxido de magnesio Óxido de magnesioGeneralOtros nombres Magnesia MagnesitaFórmula estructural MgOFórmula molecular ?IdentificadoresNúmero CAS 1309-48-4[1]​ChEMBL CHEMBL1200572PubChem 14792Propiedades físicasApariencia Polvo blancoDensidad 3580 kg/m³; 3,58 g/cm³Masa molar 403 044 g/molPunto de fusión 2852 °C (3125 K)Punto de ebullición 3600 °C (3873 K)Índice de refracción (nD) 1,7355Banda prohibida 7.8[2]​ eVPropiedades químic...

 

الأمير ليروتولي سيسو معلومات شخصية الميلاد 18 أبريل 2007 (16 سنة)  ماسيرو  مواطنة ليسوتو  الأب ليتسي الثالث  الأم ماسينات موهاتو سايسو  الحياة العملية المهنة سياسي  اللغات الإنجليزية،  ولغة سوتية  تعديل مصدري - تعديل   الأمير ليروثولي سييسو (بالإنجليزية: Pr...

This article is about the institutional closure arrangement. For the surname, see Teachout. Dana College entered teach-out status in 2010. Teach-out staged by the University and College Union in front of King's College London in 2020 A teach-out or teachout is an arrangement by which an educational institution provides its current students with the opportunity to complete their course of study when the institution closes or stops accepting new students into the course.[1] One common t...

 

Дівоча Гора(заповідне урочище) 50°30′19″ пн. ш. 26°19′48″ сх. д. / 50.50528° пн. ш. 26.33000° сх. д. / 50.50528; 26.33000Координати: 50°30′19″ пн. ш. 26°19′48″ сх. д. / 50.50528° пн. ш. 26.33000° сх. д. / 50.50528; 26.33000Країна  УкраїнаРозташування Рі...

 

Not to be confused with Garden railway. This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Backyard railroad – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (November 2007) (Learn how and when to remove this template message) A backyard railroad, with a 4-4-0 locomotive in 1:8 scale, on a portable track in Finlan...

Addition of Texas to the United States of America Boundaries of Texas after the annexation in 1845 The Texas annexation was the 1845 annexation of the Republic of Texas into the United States. Texas was admitted to the Union as the 28th state on December 29, 1845. The Republic of Texas declared independence from the Republic of Mexico on March 2, 1836. It applied for annexation to the United States the same year, but was rejected by the United States Secretary of State. At that time, the majo...

 

Halaman ini berisi artikel tentang film tahun 2014 yang menampilkan Dwayne Johnson. Untuk film tahun 2014 yang menampilkan Kellan Lutz, lihat The Legend of Hercules. HerculesPoster rilis teatrikalSutradara Brett Ratner ProduserBrett RatnerBarry LevineBeau FlynnDitulis olehRyan J. CondalEvan SpiliotopoulosSkenarioRyan J. CondalEvan SpiliotopoulosBerdasarkanHercules: The Thracian Warsoleh Steve MoorePemeran Dwayne Johnson Ian McShane Rufus Sewell Aksel Hennie Ingrid Bolsø Berdal Reece Ritchie ...

 

Fiji op de Olympische Spelen Land Fiji IOC-landcode FIJ NOC Fiji Association of Sports and National Olympic Committeeexterne link Olympische Zomerspelen 2000 in Sydney Vlaggendrager Tony Philp Aantal deelnemers 7 Aantal disciplines 5 Medailles goud0 zilver0 brons0 totaal0 Fiji op de Zomerspelen 1956 · 1960 · 1964 · 1968 · 1972 · 1976 · 1980 · 1984 · 1988 · 1992 · 1996 · 2000 · 2004 · 2008 · 2012 · 2016 · 2020 Fiji op de Winterspelen 1988 · 1992 · 1994 · 1998 · 2002 �...

Raden Tumenggung Aria MilonoGubernur Jawa Timur Ke-4Masa jabatan1957–1959PendahuluR. SamadikunPenggantiR. Soewondo RanoewidjojoGubernur Kalimantan Tengah Ke-1Masa jabatan1 Januari 1957 – 30 Juni 1958PendahuluJabatan BaruPenggantiTjilik RiwutGubernur Kalimantan Ke-4Masa jabatan1955–1957PendahuluMas SubarjoPenggantiRTA MilonoAdji Pangeran AfloesSyarkawiAPT Pranoto Informasi pribadiLahir(1896-03-31)31 Maret 1896Pekalongan, Hindia BelandaMeninggal10 Februari 1993[bu...

 

Hotel in Manhattan, New York One Central Park South redirects here. For the skyscraper in Sydney, see One Central Park. For other uses, see Plaza Hotel (disambiguation). Plaza HotelSeen from the corner of 5th Ave. and 58th St.Former namesWestin PlazaAlternative namesThe PlazaEtymologyGrand Army PlazaGeneral informationTypeHotel, apartment hotel, condominiumsArchitectural styleFrench Renaissance-inspired château styleAddress768 Fifth AvenueNew York, New YorkCoordinates40°45′52″N 73°58�...

 
Kembali kehalaman sebelumnya