Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Innósentíus 12.

Innósentíus 12.

Innósentíus 12. (13. mars 161527. september 1700) sem hét upphaflega Antonio Pignatelli var páfi frá 12. júlí 1691 til dauðadags. Hann var af aðalsfjölskyldu frá Konungsríkinu Napólí. Innósentíus 11. gerði hann að kardinála og erkibiskup yfir Napólí. Við lát Alexanders 8. var hann kjörinn sem málamiðlun milli krafa Frakklands og hins Heilaga rómverska ríkis. Strax eftir kjör sitt hóf hann baráttu gegn spillingu í Páfagarði; frændhygli og símonsku.


Fyrirrennari:
Alexander 8.
Páfi
(1691 – 1700)
Eftirmaður:
Klemens 11.


Kembali kehalaman sebelumnya