Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir (DME)
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2021  Reykjavík norður  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd21. desember 1987 (1987-12-21) (36 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurSjálfstæðisflokkurinn
MakiRóbert Benedikt Róbertsson
Börn2
Menntunlögfræðingur, LLM
HáskóliHáskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Diljá Mist Einarsdóttir (f. í Reykjavík 21. desember 1987) er lögfræðingur og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Áður var hún aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra Íslands. 1. maí 2021 tilkynnti Diljá Mist um framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem hún sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins.[1][2][3][4]

Diljá Mist lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2006, BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA-prófi í lögfræði árið 2011 og LL.M. gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti árið 2017 frá sama skóla. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2012 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 2018 og starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lögmáli frá árinu 2011 til ársins 2018 þegar hún gerðist aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra[5][6][7]. Störf Diljár innan ráðuneytisins hafa m.a. snúið að þróunarsamvinnu sem er orðinn veigamikill hluti af utanríkismálum Íslands og leiddi hún starfshóp um innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi ásamt því að starfa í starfshópi um stuðning utanríkisþjónustunnar við útflutningsgreinar.

Diljá hefur tekist á hendur ýmis verkefni á vettvangi Sjálfstæðisflokksins frá 17 ára aldri. Hún hefur gegnt stöðu ritara og varaformanns Heimdallar, annars varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna[8], setið í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi, setið í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Diljá var á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 2009 og situr sem vararborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík.

Tilvísanir

  1. „Diljá Mist í þriðjasæti X-D fyrir alþingiskosningar 2021“. Diljá Mist í þriðja sætið (bandarísk enska). Sótt 1. maí 2021.[óvirkur tengill]
  2. „Diljá Mist sækist eftir þriðja sætinu“. www.mbl.is. Sótt 1. maí 2021.
  3. „Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík“. RÚV. 1. maí 2021. Sótt 1. maí 2021.
  4. Böðvarsdóttir, Elín Margrét. „Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík - Vísir“. visir.is. Sótt 1. maí 2021.
  5. „Diljá Mist nýr aðstoðarmaður“. www.stjornarradid.is. Sótt 1. maí 2021.
  6. „Diljá Mist aðstoðar Guðlaug Þór“. www.mbl.is. Sótt 1. maí 2021.
  7. „Diljá Mist aðstoðar Guðlaug í utanríkisráðuneytinu“. Kjarninn. 13. febrúar 2018. Sótt 1. maí 2021.
  8. „Fyrri stjórnir“. Ungir sjálfstæðismenn. Sótt 1. maí 2021.
Kembali kehalaman sebelumnya