Jódís Skúladóttir (f. 6. nóvember 1977) er alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Hún var kjörin á Alþingiskosningunum 2021.
Jódís útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2001. Hún tók BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2011 og ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2013.
Jódís starfaði sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun 2013 til 2014 og sem verkefnastjóri og persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú ses. 2018-2021. Hún var oddviti Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningum í Múlaþingi 2020 og sat í sveitarstjórn þar til hún var kjörin til þingmennsku.