Teitur Björn Einarsson (TBE) |
---|
|
|
|
|
|
Fæddur | 1. apríl 1980 (1980-04-01) (44 ára)
Reykjavík |
---|
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn |
---|
Maki | Margrét Gísladóttir |
---|
Börn | 2 |
---|
Faðir | Einar Oddur Kristjánsson |
---|
Menntun | Lögfræðingur |
---|
Háskóli | Háskóli Íslands |
---|
Æviágrip á vef Alþingis |
Teitur Björn Einarsson (f. 1. apríl 1980) er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Teitur sat á þingi frá 2016-2017 en áður var hann aðstoðarmaður þáverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar. Hann var varaþingmaður kjörtímabilið 2017 til 2021 og eftir alþingiskosningar 2021 en tók sæti á Alþingi í maí 2023 eftir að Haraldur Benediktsson sagði af sér þingmennsku. Teitur er sonur Einars Odds Kristjánsonar þingmanns og Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðings.[1]
Tilvísun
- ↑ Alþingi, Æviágrip - Teitur Björn Einarsson (skoðað 24. ágúst 2019)