Lilja Dögg Alfreðsdóttir (f. 4. október 1973) er menningar- og ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.[1] Áður var hún utanríkisráðherra og menntamálaráðherra. Lilja er 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
Lilja var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2016-2017 og hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins og alþingismaður síðan í október 2016, var mennta- og menningarmálaráðherra frá 2017-2021 og er menningar- og ferðamálaráðherra frá nóvember 2021.
Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og Guðnýjar Kristjánsdóttur prentsmiðs. Lilja er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn.
Í könnun sem gerð var á ánægju kjósenda með ráðherra í ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur í apríl 2019 mældist Lilja vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.[2]